Útgáfur

Sóknargjöld

Greiðsla á sóknargjöldum er ákvörðuð skv. 2. gr. laga. nr. 91/1987 með síðari breytingum um sóknargjöld. Þau taka breytingum milli ára til samræmis við þá hækkun sem verður á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga á öllu landinu milli næstliðinna ára á undan gjaldári. Innanríkisráðuneytið ákvarðar fjárhæð sóknargjalds.

Sóknargjöld eru greidd út 15. hvers mánaðar vegna hlutdeildar í tekjuskatti næsta mánaðar á undan og eru greidd inn á bankareikning viðkomandi sóknar. Breytingar á núverandi bankareikningi skal senda skriflega til Fjársýslu ríkisins, Uppgjörssviðs. Fram skal koma á beiðninni kennitala viðkomandi sóknar og bankaupplýsingar, banki-hb-reikningsnúmer. Greiðslur eru aðeins lagðar inn á bankareikning sem er á kennitölu viðkomandi sóknar.