Um Fjársýsluna

TBR

Tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR)

TBR, er hið almenna innheimtukerfi ríkisins. Kerfið er upplýsingakerfi þar sem haldið er utan um innheimtu skatta og gjalda fyrir hönd ríkissjóðs, ríkisstofnana og annarra opinberra aðila. Jafnframt er í kerfinu sjálfvirk bókun vegna bókhaldsskila. TBR berast innheimtukröfur frá fjölmörgum opinberum álagningarkerfum m.a. álagningarkerfum  Ríkisskattstjóra  og Tollstjóra. Notendur kerfisins eru innheimtumenn ríkissjóðs, A-hluta stofnanir og ýmsir álagningar- og eftirlitsaðilar. Helstu flokkar innheimtukrafna eru skattar og önnur lögboðin gjöld ríkisins og sértekjur stofnana. Þá er einnig haldið utan um útgreiðslu á úrskurðuðum inneignum til gjaldenda, m.a. innskatt vegna virðisaukaskatts, ofgreidda staðgreiðslu útsvars og tekjuskatts og bætur til bótaþega, þ.e. vaxtabætur og barnabætur.

Kerfið samanstendur af níu kerfishlutum sem hver og einn er byggður utan um ákveðna verkþætti. Þeir eru álagningar-, viðskiptamanna-, greiðslu-, bankagreiðslu-, innheimtu-, bókhalds-, vanskila-, stýringa- og aðgangskerfi. Kerfishlutarnir tengjast náið innbyrðis auk þess að sækja eða fá beint upplýsingar frá landskerfum og ýmsum álagningarkerfum.

TBR er sívinnslukerfi á landsvísu, m.ö.o. allir notendur geta séð upplýsingar frá hver öðrum því sem næst á rauntíma miðað við tiltekna aðgangsstýringu.