Um Fjársýsluna

Libra (Libra Loan)

Á árinu 2007 var tekið upp staðlað lánakerfi, Libra Loan, til að halda utan um lán ríkissjóðs, þ. e. veitt og tekin lán sem og skuldaviðurkenningar.  Kerfið er fullgild undirbók í aðalbókhaldi ríkisins. Upplýsingar úr lánakerfinu flæða vélrænt inn í Orra, fjárhagskerfi ríkisins, og eru kerfin stemmd af með reglubundnum hætti. Seðlabankinn skráir beint inn í lánakerfið öll þau lán, bæði innlend og erlend, sem hann tekur í nafni ríkissjóðs.  Fjársýslan sér um skráningu á öðrum lánum og skuldaviðurkenningum inn í kerfið.

Jafnframt er kerfið nýtt til að halda utan um og draga fram upplýsingar um gjalddaga lána, þ. e. í tengslum við greiðslur af teknum lánum og útsendingu greiðsluseðla vegna innheimtu afborgana og vaxta af veittum lánum.  Loks er kerfið nýtt til að fá fram allar upplýsingar um stöður og hreyfingar lána við vinnslu mánaðarlegra og árlegra uppgjöra. Með tilkomu kerfisins er nú unnt að uppreikna öll lán jafnharðan í mánaðarlegum uppgjörum ríkissjóðs og hefur það verið gert frá ársbyrjun 2009.