Aðrar stefnur FJS
FJS er með stefnur í ýmsum málaflokkum
Fjársýsla ríkisins (FJS) hefur sett sér stefnur í mörgum málaflokkum s.s. öryggisstefnu, samgöngustefnu, eineltisstefnu ofl.Öryggisstefna
FJS ber ábyrgð á skipulegu vinnuverndarstarfi, er tekur til stofnunarinnar í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna.
- Öryggisstefna FJS miðast við öruggt starfsumhverfi og góð starfsskilyrði
- Markmiðið er að fræða og þjálfa starfsmenn á sviði öryggis- og vinnuverndarmála
- Öryggi starfsmanna er hluti af gæðastefnu FJS
Öryggisnefnd
Öryggisnefnd FJS er skipuð fjórum starfsmönnum. Nefndin skipar sérstaka öryggisfulltrúa á hverri hæð.
- Ítarlegar upplýsingar um öryggismál og brunavarnir er að finna á innri síðu FJS
- Reykskynjarar, slökkvitæki og brunaslöngur eru á hverri hæð
- Hjartastuðtæki er á fyrstu hæð á Rekstrarsviði
- Öryggisstefna FJS er endurmetin árlega
Fræðsla og þjálfun
- Öryggisnefnd
FJS býður reglulega upp á fræðslu um brunavarnir, endurlífgun og
flóttaáætlun vegna eldsvoða o.fl. í samvinnu við Slökkvilið Reykjavíkur
- Ennfremur er samráð við iðjuþjálfa, sem fer yfir vinnusvæði starfsmanna og gerir tillögur um úrbætur eftir því sem þurfa þykir
Eineltisstefna
Það er stefna FJS að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustöðum stofnunarinnar. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd.
Skilgreining stofnunarinnar á hvað einelti og kynferðisleg áreitni er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. gr.
Skilgreining á einelti
Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun
sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða
ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og
annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir
Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan.Áætlunin nær til og varðar alla starfsmenn Fjársýslu ríkisins. Markmið hennar er að stemma stigu við einelti, kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á vinnustað. Stefna Fjársýslunnar er að kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið innan stofnunarinnar.
Ferli
Telji starfsmaður sig verða fyrir einelti eða kynferðislegu áreiti skal hann
leita til þess málsaðila sem hann/hún treystir s.s.
- Mannauðsstjóra
- Yfirmanns þess sviðs sem þeir starfa á
- Fjársýslustjóra
- Fulltrúa stéttarfélags / trúnaðarmanns
Sú regla skal viðhöfð að upplýsa mannauðsstjóra og fjársýslustjóra um öll mál sem þarfnast skoðunar. Hlutverk mannauðsstjóra er m.a. að skrá feril einstakra mála, geyma upplýsingar í skjalasafni starfsmannastjóra og sjá til þess að farið sé með mál í trúnaði. Umboð og vald til þess að fjalla um eða rannsaka mál og mæla fyrir um úrræði liggur hjá mannauðsstjóra og fjársýslustjóra, ekki hjá næsta yfirmanni eða fulltrúa stéttarfélags með eftirfarandi undantekningu; sé mannauðsstjóri talinn gerandi í eineltismáli skal trúnaðarmaður eða yfirmaður vísa málinu til fjársýslustjóra til skoðunar. Sé fjársýslustjóri talinn gerandi í eineltismáli skal mannauðsstjóri vísa málinu til ráðuneytis stofnunarinnar til skoðunar.
Tilkynningarskylda
Ekki er hægt að taka á einelti eða kynferðislegri áreitni nema með samþykki
meintsþolanda. Þó er starfsmönnum skylt að upplýsa mannauðs- og/eða
fjársýslustjóra telji þeir sig vita af slíkri hegðun innan stofnunarinnar. Slík
samtöl eru trúnaðarsamtöl.
Málsmeðferð
Sá aðili sem hefur með úrlausn málsins að gera ákvarðar í samráði við þolandann
hvertframhaldið verður. Hægt er að velja á milli óformlegs eða formlegs
inngrips.
Óformlegt inngrip
Hlutlaus athugun á málsatvikum er framkvæmd og felur m.a. í sér að leitað er
upplýsinga hjá þolanda og meintum geranda. Þolanda er veittur stuðningur með
trúnaðarsamtali eða ráðgjöf eftir því sem við á. Aðrir innan vinnustaðarins eru
ekki upplýstir um málið. Mannauðsstjóri og/eða yfirmaður miðla málum milli
meints þolanda og meints geranda (ræðir við báða aðila um eðli vandans og
lausnir á honum).
Formlegt inngrip
Kerfisbundin rannsókn á máli og viðbrögð í framhaldi af rannsókn. Mál er
rannsakað af utanaðkomandi sérfræðingi en yfirmenn stofnunar velja
úrlausnarleið og sjá til þess að málinu ljúki.
Afleiðingar
Ef einelti er staðfest að lokinni athugun fær gerandi skriflega áminningu. Hann
fær leiðsögn og gæti einnig verið færður til í starfi. Láti gerandi ekki
segjast og viðhaldi eineltinu leiðir það til uppsagnar hans úr starfi skv.
lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Eftirfylgni
Nauðsynlegt er að fylgja málinu eftir hvort sem óformleg eða formleg leið er
farin. Eftirfylgni felst m.a. í því að fylgjast með líðan og félagslegri stöðu
geranda og þolanda. Veita geranda og/eða þolanda viðeigandi stuðning og hjálp.
Meta þarf árangur inngrips og endurskoða ef ástæða þykir til. Þolanda og
geranda er boðinn sálfræðistuðningur eftir því sem við á og þörf krefur.
Eftirfylgni er á ábyrgð þess aðila sem hefur með úrlausn málsins að gera,
venjulega mannauðsstjóra.
Samgöngustefna
FJS vill stuðla að því að starfsfólk noti vistvænan, hagkvæman og heilsusamlegan ferðamáta. Stofnunin vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks síns, sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. Með vistvænum samgöngumáta er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast til og frá vinnu í einkabíl, svo sem að ganga, hjóla eða ferðast með strætisvögnum.
- FJS hvetur starfsfólk sitt til að nýta sér almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til og frá vinnu.
- FJS
býður upp á aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem stunda vistvænar samgöngur s.s.
hjólagrind fyrir framan Vegmúla 3 og sturtuaðstöðu á fyrstu hæð hússins.
- Fyrir
það starfsfólk sem að jafnaði notar vistvænan samgöngumáta greiðir FJS
leigubílakostnað í neyðartilvikum á vinnutíma.
Samgöngustyrkur/ samkomulag
Starfsfólk sem notar vistvænan samgöngumáta getur gert samgöngusamning við FJS. Rekstrarsvið sér um allt utanumhald samgöngustyrkja. Skilyrði fyrir veitingu styrks eru eftirfarandi.
- Styrkurinn gildir í 1 ár frá undirritun samnings en nægir að senda mannauðsstjóra tölvupóst þess eðlis eða hringja og láta vita að starfsmaður hyggist taka þátt í vistvænum ferðamáta og hvernig skv 3.gr þá lið a. eða b. Eins ef starfsmaður segir upp samningi þá nægir tölvupóstur eða hringja.
- Samgöngustyrkur er undanþeginn staðgreiðslu og fjárhæð hans er kr. 7000 á mánuði sbr. reglur um skattmat RSK. Greitt er inn á bankareikning viðkomandi starfsmanns og miðast greiðslan við gildandi samning og greiðist með launum næsta mánaðar á eftir.
- Það starfsfólk sem ferðast til og frá vinnu að jafnaði í 60%
tilvika (þrjá daga í viku) á rétt á samgöngustyrk frá staðfestingu um
þátttöku. Starfsmaður velur annan hvorn
eða báða ferðamáta :
a. Ferðast að jafnaði með strætisvagni til og frá vinnu
b. Hjóla eða ganga að jafnaði til og frá vinnu - Samningur þessi gildir á ofangreindu tímabili og er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með eins mánaðar fyrirvara.
- Starfsmaður skuldbindur sig til að svara könnun í lok hvers samningstímabils um ferðatíðni og ferðamáta en mögulega verða niðurstöður notaðar til að vinna tölfræðilegar upplýsingar um ferðamáta starfsfólks.
- Nöfn starfsmanna sem skrifa undir samninginn eru birt á innra neti FJS til hvatningar öðrum um að nýta sér styrkinn.
Umhverfisstefna
Stefna Fjársýslu ríkisins (FJS) er að stuðla að vernd umhverfisins og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stefnan tekur til allrar starfsemi FJS.
Markmið
FJS í umhverfismálum
Að
fylgja Grænum skrefum í ríkisrekstri
Að færa grænt bókhald
Að fræða
starfsfólk um umhverfismál
Að
hvetja og styðja starfsfólk til vistvæns lífstíls
Að efla
rafræna stjórnsýslu
Að láta
gott af sér leiða i umhverfismálum
Umhverfisstefnan er hluti stefnumörkunar FJS um samfélagslega ábyrgð þar sem starfsemi stofnunarinnar tekur tillit til félagslegra, umhverfislegra og siðferðilega þátta samfélagsins.
Símenntunarstefna
Fjársýsla ríkisins (FJS) hvetur og styður starfsfólk til að auka hæfni sína með fjölbreyttri fræðslu og símenntun á sviðum sem tengjast fagsviði þeirra, starfi og starfsþróun. Símenntunarstefna FJS miðar að því að starfsfólk og stofnunin sé í stakk búin til að mæta nýjum áskorunum og þörfum.
Ábyrgð og hlutverk
- Starfsfólk ber ábyrgð á því að sýna frumkvæði við að sækja sér þá þekkingu sem þeir þurfa til að hafa gott valdi á starfi sínu og verkefnum í nútíð og framtíð. Starfsfólk ber ábyrgð á því að skrá símenntun sína í mannauðshluta ORRA.
- Stjórnendur bera ábyrgð á því að veita starfsmönnum stuðning, leiðbeina og hvetja starfsmenn til að auka hæfni sína og þekkingu sem samræmist stefnu og markmiðum FJS. Þeir bera ábyrgð á því að yfirfara, sannreyna og samþykkja símenntun starfsmanna gegnum mannauðshluta ORRA.
- Mannauðsstjóri er stjórnendum og öðru starfsfólki til ráðgjafar varðandi starfsþróunar- og fræðslumál.
Stuðningur FJS getur verið í formi ólaunaðs eða launaðs leyfis og/eða þátttöku í öðrum kostnaði eftir atvikum. Sé um almennt nám að ræða en ekki sértækt eða vinnutengt nám skal ætíð leita í sjóði stéttarfélaga.
Endurmenntunaráætlun FJS vegna ákvæðis í kjarasamningum
Hjá FJS er í gangi Endurmenntunaráætlun FJS vegna ákvæðis í kjarasamningum um endurmenntun skv. grein 10.1.1. í kjarasamningum FHSS og FSS.
Hjá FJS er starfandi fræðslunefnd. Í nefndinni sitja forstöðumaður rekstrarsviðs, mannauðsstjóri og trúnaðarmenn starfsmanna, annar frá FHSS og hinn FSS. Tilgangur nefndarinnar er að fara yfir umsóknir og veita námsleyfi eftir reglum sem hún hefur sett sér og samrýmast ákvæðum grein 10.1.1 kjarasamnings FHSS/FSS. Niðurstöður nefndarinnar eru bornar undir fjársýslustjóra til samþykktar eða synjunar. Í úthlutunarreglum nefndarinnar má sjá þann sveigjanleika sem starfsmaður hefur í námi. Áríðandi er að starfsfólk sæki um nám hjá nefndinni áður en það greiðir eða staðfestir nám. Mannauðsstjóra skulu berast erindi er varðar óskir stafsmanna um menntun formlega/eða vinnutengda fræðslu sem falla undir grein 10.1.1. Námskeið eða ráðstefnur erlendis falla ekki hér undir.
Stofnanasamningar
Í stofnanasamningum eru ákvæði um starfsnám, viðbótarmenntun og aðra símenntun og er starfsfólk kvatt til að kynna sér þau.