Um Fjársýsluna

Markmið og áherslur

Almennar áherslur

Lögð er áhersla á að FJS veiti hagkvæma og góða þjónustu. Hún er þjónustustofnun og því mikilvægt að viðskiptavinir séu ánægðir. Það verður aðeins tryggt með góðri þjónustulund hjá starfsfólki, traustri sérfræðikunnáttu og hagnýtum upplýsingakerfum sem eru örugg í rekstri. Jafnframt er áríðandi að upplýsingakerfin séu öflug og skilvirk þannig að þau svari kröfum notenda hverju sinni. 

Mikilvægt er að efla samstarf við viðskiptavini og samstarfsaðila. Þróun hugbúnaðar skiptir miklu máli í bókhaldi og því mikilvægt að vel sé staðið að því í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. 

FJS leggur áherslu á áframhaldandi þróun og rekstur á fjárhags- og mannauðskerfi Oracle hjá ríkissjóði, ráðuneytum og stofnunum. Hér er um viðamikið verkefni að ræða, sem þarf að fylgja eftir með frekari þróun, öflugri fræðslustarfsemi og verklagsreglum fyrir notendur kerfisins. Að öðrum kosti næst aldrei sú hagræðing sem að var stefnt með fjárfestingunni.

Stjórnunaráherslur

Sérstaða FJS felst í ákveðinni sérfræðiþekkingu á bókhaldi og upplýsingakerfum hjá ríkissjóði og ríkisstofnunum. Verkefnin eru bæði víðtæk og sérhæfð. Lykilatriði er að stofnunin hafi á að skipa hæfu starfsfólki sem býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem stofnunin starfar á. FJS hefur lagt fram áherslur í starfsmannastjórnun innan stofnunarinnar með það fyrir augum að auðvelda vinnuna og samræma áherslur. Þessar áherslur miða að því að veita stjórnendum yfirsýn yfir mannauð stofnunarinnar og að bæta upplýsingaflæði innan hennar.

Mannauður

Fjársýsla ríkisins leggur áherslu á liðsheild, starfsánægju, gagnkvæma virðingu og gott starfsumhverfi með öflugum hópi starfsmanna. Það er hæft starfsfólk, metnaður þess, kraftur og hollusta, sem er lykillinn að farsælum rekstri stofnunarinnar. Hjá Fjársýslunni njóta allir sömu möguleika til endurmenntunar, starfsþjálfunar, starfsframa og launa. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Fjársýslu ríkisins.