Um Fjársýsluna
Fjársýsla ríkisins er ríkisstofnun sem sér um fjármál ríkisins. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn og ber ábyrgð gagnvart honum.
Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir fjármálatengda þjónustu til ríkissjóðs og ríkisaðila og annast umsýslu fjármuna. Þá hefur hún yfirumsjón með bókhaldi og uppgjörum ríkissjóðs og tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins.