Um Fjársýsluna
  • Fjársýslan Vegmúla 3

Um Fjársýsluna

Fjársýsla ríkisins er ríkisstofnun sem sér um fjármál ríkisins. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn og ber ábyrgð gagnvart honum.

Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir fjármálatengda þjónustu til ríkissjóðs og ríkisaðila og annast umsýslu fjármuna. Þá hefur hún yfirumsjón með bókhaldi og uppgjörum ríkissjóðs og tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins.


Hlutverk og stefna

FJS stefnir að því að vera þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu og góða þekkingu á sviði umsýslu opinberra fjármála.

Meira ...

Markmið og áherslur

Lögð er áhersla á að FJS veiti hagkvæma og góða þjónustu og mikið er lagt upp úr því að viðskiptavinir séu ánægðir.

Meira ...

Upplýsingakerfi FJS

Starfsemi FJS tekur til yfirumsjónar með bókhaldi og launaafgreiðslu ríkisins ásamt því að sjá um innheimtur og greiðslur fyrir ríkissjóð.  Verkefnin eru því bæði

Meira ...

Mannauðs- og jafnréttisstefna FJS

Fjársýsla ríkisins leggur áherslu á liðsheild, starfsánægju, gagnkvæma virðingu og gott starfsumhverfi með öflugum hópi starfsmanna.

Meira ...