Ráðstefna Fjársýslunnar 2022

Fimmtudaginn 17. nóvember mun Fjársýslan halda ráðstefnu fyrir ríkisaðila. Ráðstefnan er ætluð öllum forstöðumönnum, fjármálastjórum og mannauðsstjórum ríkisstofnana og öðrum sem málið er skylt.

Tímasetning  

Húsið opnar kl.8:30
Dagskrá stendur yfir frá kl.9:00 til 16:00

Staðsetning

Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík
Ráðstefnugestir sem skrá sig í streymi fá sendan hlekk á skráð netfang

Umfjöllunarefni

Á ráðstefnunni verður farið yfir ýmislegt sem snýr að þjónustu Fjársýslunnar við ríkisaðila. Þar verða kynntar lausnir sem hafa verið í þróun og miða að því að bæta þjónustuna og vera virðisaukandi fyrir ríkisaðila. 

Dagskrá

Dagskráin er birt með fyrirvara um að geta tekið breytingum

08:30-09:00 Móttaka
09:00-09:10 Setning ráðstefnu
09:10-09:25 Þjónustugátt og þjónustustefna
09:25-09:45 Iðunn - stafrænn starfsmaður Fjársýslunnar
09:45-10:00 Vöruhús og mælaborð
10:00-10:30 Kaffihlé og tengslamyndun
10:30-10:45 Ársuppgjör 2022
10:45-11:00 Reikningar - sjálfvirknivæðing og sjálfsafgreiðsla
11:00-11:15 Innra eftirlit
11:15-11:30 Mannauðstorg og ráðgjöf í mannauðsmálum
11:30-11:45 Áætlanagerð ríkisaðila
11:45-12:00 Norrænt samstarf um framþróun í rafrænum lausnum
12:00-13:00 Matur
13:00-13:20 Birting gagna á Ísland.is
13:20-13:40 Microsoft-leyfi
13:40-14:00 Bókhald - verklag og nýjungar
14:00-14:15 Sjálfvirkir innheimtuferlar og lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir
14:15-14:30 Launakerfi - áherslur, ferli og eyðublöð
14:30-15:00 Kaffihlé og tengslamyndun
15:00-15:15 Uppgjörsmál - verklag, gátlistar og fleira
15:15-15:30 Orri – stefna og næstu skref
15:30-16:00 Vinnumarkaður framtíðar
16:00-17:00 Léttar veitingar

Verð

Mæting á Grand Hótel: 17.500 kr. - veitingar innifaldar
Áhorf gegnum streymi: 5.500 kr.

Samgöngur

Ráðstefnugestir eru hvattir til að nýta sér vistvænan ferðamáta  


Skráning á ráðstefnu Fjársýslunnar 2022

Skráningu á ráðstefnuna er lokið.