Ráðningarkerfi ríkisins

  • 9.12.2021, 10:00 - 12:00, Teams

Lýsing
Farið verður í virkni ráðningarkerfis við að stofna starfsauglýsingar, taka við og meta umsóknir, útbúa ráðningarsamning eða annað samningsform, flutning gagnanna yfir í Orra. Tölfræði og skýrslur skoðaðar og rafrænar breytingar á ráðningum (breytingabeiðni) kynnt.

Námskeiðið fer fram í gegnum Teams. Hlekkur á fræðsluna fylgir með skráningu.

Verð: 6.000 kr.

Leiðbeinendur: Helga Gunnarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir

Markmið
Að auka þekkingu á virkni kerfis og skilvirkum verkferlum við faglegar ráðningar og breytingar á þeim hjá ríkinu.

Markhópur
Launafulltrúar og mannauðsstjórar ríkisstofnana – opið fyrir alla hjá ríkinu.

Dagsetning: 9.12.2021 kl. 10-12

Með því að smella á hnappinn „Skráning á námskeið" opnast innskráning í Fræðslukerfi Orra og þar gilda sömu aðgangsupplýsingar og notaðar eru í Orra / Sjálfsafgreiðslu / Vinnustund.