Askur mannauður, aðgerðir og skýrslur

  • 1.12.2021, 13:00 - 15:00, Teams

Lýsing
Farið verður yfir þá möguleika sem Askur býður upp á í mannauðshluta, svo sem skýrslur og hvernig hægt er að breyta úttektum og nýta gögnin. Farið yfir tölfræði.
Farið í aðgerðir eins og gerð ráðningarsamninga og breytingabeiðna, farið yfir reglur varðandi stofnun nýs stafs og hvenær eigi að gera ráðningarsamning og hvenær breytingabeiðni.

Námskeiðið fer fram í gegnum Teams. Hlekkur á fræðsluna fylgir með skráningu.

Verð: 6.000 kr.

Leiðbeinendur:  Drífa Ósk Sumarliðadóttir og Helga Gunnarsdóttir

Markmið
Að auka þekkingu á nýjum valmöguleikum í gegnum Ask og þjálfa fólk í að fylgjast vel með gagnlegum upplýsingum úr mannauðskerfinu og sníða skýrslur að eigin þörfum. 

Markhópur
Forstöðumenn, stjórnendur launafulltrúar, mannauðsstjórar og fjármálastjórar ríkisstofnana og ráðuneyta – opið fyrir alla hjá ríkinu.

Dagsetning: 01.12.2021 kl. 13-15

Með því að smella á hnappinn „Skráning á námskeið" opnast innskráning í Fræðslukerfi Orra og þar gilda sömu aðgangsupplýsingar og notaðar eru í Orra / Sjálfsafgreiðslu / Vinnustund.