Útgáfur

Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson yfir nýju sviði hjá FJS

19.5.2017

Vilhjálmur Örn SigurhjartarsonFjársýsla ríkisins (FJS) sem er  þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála hefur ráðið Vilhjálm Örn Sigurhjartarson í stöðu forstöðumanns fjárreiðusviðs. Fjárreiðusvið er nýtt svið innan FJS sem sinnir m.a. greiðsluþjónustu fyrir ríkissjóð og ráðuneyti, rekstri á innheimtukerfi ríkisins (TBR) ásamt innheimtu skuldabréfa og krafna fyrir ríkissjóð.

Vilhjálmur Örn er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af stjórnun hjá fyrirtækjum á fjölbreyttum sviðum. Vilhjálmur Örn hefur síðastliðin tíu ár starfað hjá Samskip, fyrst sem forstöðumaður fjárreiðudeildar og síðar forstöðumaður innkaupa og greiðslustýringar. Hann var forstöðumaður reikningshalds Póst og síma og síðar Símans í fjórtan ár. Einnig hefur hann starfað fyrir RÚV og Norðurál.

Þekking og reynsla Vilhjálms mun nýtast mjög vel við forystu og þróun sviðsins og er hann boðinn sérstaklega velkominn í hóp öflugra starfsmanna FJS.