Útgáfur

Vegna útborgunar í apríl 2017

4.4.2017

Breytingar hjá RB urðu til þess að laun hluta ríkisstarfsmanna voru ekki komin inn á reikninga að morgni 3.4.2017. Vandinn var því í kerfum RB og hefur RB brugðist við vandanum og voru launin komin inn á reikninga allra fyrir klukkan ellefu um morguninn. Jafnframt er búið að gera lagfæringar sem eiga að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Launakeyrsla var afgreidd rétt frá Fjársýslunni og búið er að staðfesta að allt hafi skilað sér rétt inn í kerfi RB.