Útgáfur

Vegna umfjöllunar DV í dag

19.10.2018

Vegna umfjöllunar DV í dag þá getur Fjársýsla ríkisins því miður ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.   

Stofnuninni er annt um hag starfsfólks síns og leggur áherslu á að það njóti ætíð þeirra réttinda og verndar sem kjarasamningar og lög um réttindi opinberra starfsmanna segja til um. Reglur um veikindarétt starfsfólks eru skýrar og hefur stofnunin ætíð virt hann og reynt að koma til móts við aðstæður starfsfólks hverju sinni eftir því sem hægt hefur verið. 

 Mikilvægt er að undirstrika að stofnunin líður ekki undir neinum kringumstæðum einelti, hatursorðræðu eða kynferðislega áreitni. Allar ábendingar um slíkt eru teknar alvarlega og brugðist við þeim eins fljótt og hægt er.