Útgáfur

Staða kerfismála vegna Betri vinnutíma í vaktavinnu

12.3.2021

Unnið er að breytingum á Vinnustund til þess að undirbúa Betri vinnutíma í vaktavinnu. Ný virkni er í vinnslu og prófunum og því getur tímalínan breyst örlítið frá degi til dags með tilliti til prófana.

Ný útgáfa í Vinnu, útgáfa 6.4.2, er að koma út með vægi vinnuskyldustunda og vaktahvata. Vaktasmiðir eru hvattir til að ná í hana um leið og tilkynning kemur í Vinnustund.

Vegna fjölda fyrirspurna verður yfirlit yfir virkni í Vinnustund með nýjustu upplýsingum uppfært daglega eftir stöðufundi um verkefnið um kl. 13.

Staðan 11. mars

Starfsfólk í vaktavinnu:
Vaktaóskakerfið er ekki tilbúið, en áætlað er að það verði tilbúið á tímabilinu 15. til 31. mars. Það er því mögulegt að fyrsta vaktatímabil í Betri vinnutíma, verði lagt út án óska þar sem það á við. Ef það verður gert eru stjórnendur hvattir til að funda með starfsfólki um jafnræði í starfsmannahópnum áður en vaktaskýrsla verður samþykkt.

Starfsfólk mun geta séð vaktahvata og vægi vinnuskyldustunda þegar kerfið verður tilbúið.

Vaktasmiðir:
Vaktaóskir eru ekki tilbúnar í Vinnustund þannig að hægt sé að sjá vaktahvata og vægi vinnuskyldustunda. Þessi virkni er í vinnslu, en óvíst að hún verði tilbúin fyrir 15. mars. Áætlað er að þessi virkni verði þó tilbúin á tímabilinu 15. mars til 31. mars.

Stjórnendur:
Áætlað er að stjórnendaupplýsingar sem snúa að breytingunum sem nauðsynlegt er fyrir stjórnanda að sjá verði tilbúnar fyrir lok mars, þ.e.a.s áður en vaktaplön verða samþykkt.

 

Launavinnsla:
Áætlað er að allir þættir sem snúa að útreikningi, uppgjöri og greiðslu launa verði tilbúnir í tæka tíð í Vinnustund.

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf.