Útgáfur

Staða kerfismála 7. apríl

8.4.2021

Ekki tókst að ljúka gerð stjórnendaskýrslu fyrir páska eins og stefnt var að. Markmið með skýrslunni er að gefa stjórnendum yfirsýn yfir helstu þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en vaktaskýrsla er samþykkt sem og að tryggja jafnræði í starfsmannahópi.

Stjórnendaskýrslan er í stöðugri þróun og prófunum og er allt kapp lagt á að vinnu við þróun hennar ljúki sem fyrst og að hún verði tilbúinn undir lok þessarar viku.

Í kjölfarið verður unnið að því að útfæra slíkar skýrslur fyrir aðra sem nota Vinnu og falla undir kerfisbreytingarnar. Tengiliðir launagreiðenda (annarra en ríkis) við Advania þurfa að óska sérstaklega eftir því þar sem mismunandi launakerfi eru í notkun með Vinnu.

Áætlað er að nýjar útgáfur 6.4.7 af Vinnu og 4.12. af Stund verði teknar til prófana hjá ríki á morgun 8. apríl. Meðal breytinga þar eru vægi vinnuskyldustunda á milli kl. 08 og 17 á sérstökum frídögum sem bera upp á virka daga og fjarvistum.

Nýjustu útgáfur lausnanna sem eru í notkun í raunumhverfum ríkisins eru 6.4.4 af Vinnu og 4.11 af Stund. Stofnunum og aðilum með eldri útgáfur er bent á að vera í samskiptum við Advania um innleiðingu nýrri útgáfa.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/vaktakerfi-fraedsla/

Öllum sem rekast á frávik eða villur í lausnunum er beðnir um að skrá viðkomandi villu og lýsingu hennar í innsláttarform á eftirfarandi slóð: https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/vaktakerfi-fraedsla/kerfisfravik-i-vinnustund/

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf