Útgáfur

Staða kerfismála 29. mars

29.3.2021

Útgáfa 4.11.2 af Stund er komin í rekstur hjá ríkisstofnunum og er í innleiðingu í samstarfi við Advania fyrir aðrar stofnanir. Nánari útlistun á breytingum útgáfunnar er að finna hér: https://www.fjs.is/frettir/stada-kerfismala-26.-mars

Allt kapp er lagt á að klára stjórnendaskýrslur sem ætlaðar eru fyrir stjórnendur til að tryggja jafnræði í starfsmannahópi áður en vaktaskýrsla er samþykkt. Enn er ekki öruggt að það náist fyrir ríkisstofnanir fyrir 2. apríl.

Unnið verður að því að útfæra slíkar skýrslur fyrir aðra sem nota Vinnu og falla undir kerfisbreytingarnar um leið og skýrslan verður tilbúin. Tengiliðir launagreiðenda (annarra en ríkis) við Advania þurfa að óska sérstaklega eftir því þar sem mismunandi launakerfi eru í notkun með Vinnu.

Jafnframt er unnið að því að greina og laga villu við skráningu á óskum sem einstaka starfsmenn hafa orðið fyrir.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á betrivinnutimi.is

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf