Útgáfur

Staða kerfismála 26. mars

29.3.2021

Útgáfa 4.11.2 af Stund er komin út hjá ríkisstofnunum. Advania verður í sambandi við aðrar stofnanir vegna dreifingar þessarar útgáfu.

Verið er að vinna texta í hjálpina vegna þeirra breytinga sem fylgja nýju útgáfunni.

Eftirfarandi upplýsingar verða settar inn í Hjálp Vinnustundar vegna útgáfu 4.11.2 af Stund:

Útgáfa 4.11.2

Breytt úttekt á orlofi hjá vaktavinnufólki frá 1.5.2021

Ávinnsla orlofs miðast enn við 40 stunda vinnuviku.

Vinnuskylda vaktavinnumanns með styttingu er því uppreiknuð þegar orlof er skráð á vakt.

Vinnuskyldan er uppreiknuð m.v. 40 stunda vinnuviku. Leyfi upp í vinnuskyldu uppreiknast með stuðlinum 40/36 = 1,11. Sami uppreikningur á sér stað þegar orlofsósk er samþykkt í fjarvistaóskum.

Úttekið orlof á 8 stunda vakt reiknast sem 8*1,11 = 8,88

Lagfæringar:

Aðgangshlutverkið Vaktasmiður
Nú er hægt að tengja skipulagseiningar við aðgangshlutverkið Vaktasmiður.

Yfirfara tímar - dagatalið
Það virkaði ekki að smella á dagatalið í Yfirfara Tímar myndinni þegar verið var að breyta stimplun.

Meðaltalsvaktir yfir tímabil
Skráning á fjarvist á vaktavinnumanni sem hefði átt að birtast sem meðaltalsvaktir á alla daga vikunnar birtist aðeins á virkum dögum í skráningu fyrir 1.mai. Breyttist vegna vinnu við styttingu vaktavinnufólks.

Stjórnendaskýrsla til að samþykkja vaktaskýrslur verður ekki tilbúin fyrr en eftir helgi.


Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á betrivinnutimi.is

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf