Útgáfur

Staða kerfismála 24. mars

25.3.2021

Ný útgáfa Vinnu nr 6.4.4 er væntanleg til afhendingar í raunumhverfi í dag hjá ríkinu. Advania mun verða í sambandi við aðra viðskiptavini varðandi tímasetningu afhendingar.

Í útgáfunni var tekið á eftirfarandi atriðum/frávikum:

VAKTAHVATI – FJARVISTIR – BREYTING Á TALNINGU LAUNAÐRA FJARVISTA
Veikindi og veikindi barna telja að fullu upp í vaktahvata. Aðrar launaðar fjarvistir teljast sem mæting og tegundin dagvakt. Þær fjarvistir sem eru merktar í dálknum „Réttindi ávinnast í fjarveru“(Öll réttindi eða Einungis orlof). Ólaunaðar fjarvistir telja ekki upp í vaktahvata. Þær fjarvistir sem eru merktar í dálknum „Réttindi ávinnast í fjarveru“(Engin réttindi)

BREYTT TÚLKUN Á HLUTFALLSLEGUM VAKTAHVATA
Verkefnastjórnin hefur ákveðið að breytta túlkun þannig að starfsmaður fái alltaf hæsta mögulega vaktahvata en ekki lægsta

STAÐGENGLAR MEÐ KJARASAMNING
Birtir hnappa fyrir vægi og hvata í borða hjá staðgenglum. Hægt að breyta kjarasamningi hjá staðgengli.

Ný útgáfa af Stund er væntanleg til prófana í dag og í raunumhverfi síðar í vikunni. Advania mun verða í sambandi við aðra viðskiptavini varðandi tímasetningu afhendingar.

Þar er m.a. eftirfarandi atriði til skoðunar:

  • Útreikningar á vægi m.t.t. sérstakra frídaga
  • Útreikningar á vægi m.t.t. fjarveru, frídaga o.fl.
  • Bætt við samtölu vaktaóska og vægis í sjálfsþjónustu fyrir starfsmenn

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á betrivinnutimi.is

Vert er að taka fram að starfsmenn geta séð vaktahvata samþykktra vaktaáætlana í sjálfsþjónustu á sama stað og yfirlit yfir vaktaóskir.

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf