Útgáfur

Staða kerfismála 23. mars

23.3.2021

Unnið er að nýjum útgáfum á Vinnustund, með lagfæringu á nokkrum frávikum og túlkun. Ný útgáfa er í prófun og kemur út í vikunni.

Meðal þess sem verður lagað er röng talning á tímum í fjarvistum í fjölbreytileika vakta í vaktahvata.

Í Vinnustund er nú sú villa að allar launaðar fjarvistir teljast í allar tegundir í fjölbreytileika vakta en eingöngu veikindi og veikindi barna eiga að gera það.

Aðra launaðar fjarvistir eiga að telja sem mæting og alltaf sem dagvaktir í fjölbreytileika vakta.

Lagfæring á þessu er væntanleg í næstu útgáfum af Vinnu og Stund.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á betrivinnutimi.is