Útgáfur

Staða kerfismála 15. apríl

16.4.2021

Á daglegum stöðufundi aðila sem standa að þróun, prófunum og innleiðingu á Vinnustund í dag var samstaða um að staða kerfismála nú væri með þeim hætti að lausnin sé tæk til notkunar. Samfara því var ákveðið að stöðufundir yrðu vikulega héðan í frá á miðvikudögum. Upplýsingapóstur um stöðu þróunar og leiðréttingar á villum verður því næst sendur næstkomandi miðvikudag.

Fjöldi fólks innan ýmissa stofnanna og samstarfsaðila þeirra hefur unnið hörðum höndum nótt og dag við að koma lausnunum í þetta form. Þau eiga öll miklar þakkir skilið fyrir hetjulega frammistöðu.

Nú er unnið að skoðun og leiðréttingu fáeinna atriða í Vinnu og flutningi stjórnendaskýrslu sem lokið var í þessari viku inn í Vinnu. Hvort tveggja er væntanlegt í útgáfu sem verður gefin út um miðja næstu viku.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/vaktakerfi-fraedsla/

Við viljum minna á að allir sem rekast á frávik eða villur í lausnunum eru beðnir um að skrá viðkomandi villu og lýsingu hennar í innsláttarform á eftirfarandi slóð: https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/kerfisfravik-i-vinnustund/

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf