Útgáfur

Staða kerfismála 13. apríl

13.4.2021

Skýrsla fyrir stjórnendur sem nú er aðgengileg í gegnum Orra hjá ríkinu verður færð inn í Vinnu og aðgengileg öllum viðskiptavinum Vinnustundar þar. Nánari tímasetning verður gefin út um leið og hún liggur fyrir.

Þar til hún verður aðgengileg í gegnum Vinnu geta stjórnendur hjá ríkinu nálgast hana í gegnum -> Askur HR Mannauður þar undir Vinnustund skýrslur > Vaktaáætlun

Leiðrétting villu í nýrri útgáfu stundar 4.12 sem lýsti sér á þann hátt að kerfið reiknaði vaktahvata á vaktaóskir sem ekki höfðu verið samþykktar í tilbúinni vaktaáætlun hefur verið leiðrétt. Plástur er í prófunum hjá Fjársýslunni og verður væntanlega gefinn út síðar í dag.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/vaktakerfi-fraedsla/

Við viljum minna á að allir sem rekast á frávik eða villur í lausnunum eru beðnir um að skrá viðkomandi villu og lýsingu hennar í innsláttarform á eftirfarandi slóð: https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/kerfisfravik-i-vinnustund/

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf