Útgáfur

Staða kerfismála 12. apríl

13.4.2021

Skýrsla sem gefur stjórnendum yfirsýn yfir helstu þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en vaktaskýrsla er samþykkt sem og að tryggja jafnræði í starfsmannahópi hefur verið gefin út. Hún er aðgengileg undir sjálfsþjónustu stjórnenda.

Skýrslan er gerð fyrir tækniumhverfi ríkisins. Tengiliðir launagreiðenda (annarra en ríkis) við Advania þurfa að óska sérstaklega eftir því útfærslu sambærilegrar skýrslur þar sem mismunandi launakerfi eru í notkun með Vinnu.

Útgáfur 6.4.7 af Vinnu og 4.12. af Stund hafa verið teknar í notkun í raunumhverfi. Meðal breytinga þar eru vægi vinnuskyldustunda á milli kl. 08 og 17 á sérstökum frídögum sem bera upp á virka daga og fjarvistum.

Sem fyrr er bent á notendaleiðbeiningar fyrir almenna notendur, stjórnendur og vaktasmiði í hjálp vinnustundar og á https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/vaktakerfi-fraedsla/

Allir sem rekast á frávik eða villur í lausnunum eru beðnir um að skrá viðkomandi villu og lýsingu hennar í innsláttarform á eftirfarandi slóð: https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/kerfisfravik-i-vinnustund/

Sunnan 10 hefur hlutverk ráðgjafa í verkefninu og styður Fjársýsluna og KMR við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf