Útgáfur

Skipting gjalddaga á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingargjalds

16.3.2020

Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um tvískiptingu á gjalddaga staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingargjalds.

Breytingin felur í sér að í stað þess að greiða eigi alla kröfuna í dag mánudaginn 16. mars verður greiðslu hennar tvískipt. Fyrri helmingur greiðslunnar er með gjalddaga 1. mars og eindaga mánudaginn 16. mars 2020. Seinni helmingur er með gjalddaga 1. apríl og eindaga 15. apríl 2020. Búið er að uppfæra kröfur í heimabönkum fyrir báða gjalddaga.

Þessi ráðstöfun er hugsuð fyrir fyrirtæki sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda. Þau fyrirtæki sem eru ekki í þeirri stöðu eru eindregið hvött til þess að greiða báðar kröfurnar strax!