Skil launagagna til launasviðs Fjársýslu ríkisins
Launasvið Fjársýslu ríkisins minnir á skilafrest á gögnum vegna launaafgreiðslu :
Öll gögn varðandi afgreiðslu á mánaðarlaunum, þurfa að hafa borist launasviði í síðasta lagi 20. maí. Hér er átt við ráðningarsamninga, hvers konar tilkynningar, yfirvinnulista o.s.frv. Beiðnir um vélrænar launaleiðréttingar þurfa einnig að hafa borist og í þessum mánuði ekki síðar en 20. maí. Tímanleg skil á launagögnum auðvelda okkur að greiða rétt laun á réttum tíma og koma jafnframt í veg fyrir óþarfa villur.
Berist gögn eftir tilgreinda skilafresti er ekki hægt að ábyrgjast afgreiðslu þeirra um næstu mánaðamót.
Launagögnin berist með pósti eða tölvupósti á laun@fjs.is. Vinsamlega sendið bara á annan af þessum möguleikum svo það valdi ekki villum í launaafgreiðslu.
Með kveðju og ósk um áframhaldandi góða samvinnu
Launasvið FJS