Útgáfur

Ríkisreikningur fyrir árið 2017 er kominn út

11.10.2018

Ríkisreikningurinn fyrir árið 2017 er kominn út. Reikningurinn er seinna á ferðinni í ár en í venjulegu ári sem skýrist með umfangsmiklum breytingum sem verið er að innleiða á reikningsskilaaðferðum sem tekið hafa mikinn tíma í vinnslu. Framsetning reikningsins er gjörbreytt en einnig reikningshaldsleg meðferð. Uppgjörið er í fyrsta sinn gert nú í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál sem tóku gildi í byrjun árs 2016.

Afkoma ríkissjóðs á árinu 2017 var jákvæð um 39 milljarða króna, eignir námu samtals 2.157 milljörðum króna og skuldir samtals um 1.661 milljörðum króna. Eigið fé var því jákvætt um 496 milljarða króna sem er veruleg breyting frá undanförnum árum.

Ríkisreikningur 2017

Fréttatilkynning

Government accounts, press release