Útgáfur

Orlofsskuldbinding

31.3.2017

Orlofsskuldbinding er ný vinnuleið sem reiknar út leyfisskuldbindingar stofnana. Hún er aðgengileg á „XXX HR Starfsmannahald“ ábyrgðasviðum.

Hjá þeim stofnunum sem nota Vinnustund eru upplýsingar um leyfisstöðu sóttar þangað. Ef þörf er á að breyta þeim þarf að gera það í Vinnustund og mikilvægt að passa að skrá það á rétt tímabil. Síðan er smellt á „Uppfæra VS“ og þá uppfærist staðan í Orlofsskuldbindingu.

Leyfisstöðu starfsmanna sem ekki eru í Vinnustund þarf að hlaða inn úr Excel, leiðbeiningar um það er að finna undir „Hjálp“ efst í hægra horninu.

Föst laun eru skilgreind þannig að það eru laun sem greidd eru á föstum launategundum og föst yfirvinna úr Vinnustund. Ef stofnanir vilja bæta við launategundum þá er það hægt með því að merkja þær sem „föst laun = Já“. Búin verður til skýrsla í Discoverer þar sem hægt er að skoða hvað myndar föst laun einstakra starfsmanna.

Búið er að keyra inn stöðuna í desember 2016. Staðan frá þeim tíma til dagsins í dag verður keyrð inn á næstu dögum.

Á heimasíðu FJS undir Fræðsla og verklagsreglur -> Kennsluefni og handbækur ->Orri mannauðskerfi er að finna tvö myndbönd með leiðbeiningum.
Annað þeirra, „Orlofsskuldbinding“,  sýnir almenna virkni í Orlofsskuldbindingu og hitt, „Orlofsskuldbinding flutt í Excel“, leiðbeinir hvernig á að flytja upplýsingar um leyfisstöðu úr Excel.

Myndböndin eru á þessari slóð undir Launakerfi:
http://www.fjs.is/fraedsla-og-verklagsreglur/kennsluefni-og-handbaekur/orri-mannaudskerfi/