Útgáfur

Orlofsgreiðslur frá Arionbanka

15.5.2020

Eins og greint var frá s.l. þriðjudag, fóru orlofsgreiðslur úr síðustu útborgun, 1. maí ekki inn á ráðstöfunarreikninga starfsmanna. Nú hafa borist upplýsingar frá Arionbanka um að verið sé að vinna að lausn málsins.

RB mun keyra orlofsgreiðslur úr útborgun 1. maí s.l. inn á ráðstöfunarreikninga. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eiga greiðslur að verða komnar inn á bankareikninga starfsmanna í dag föstudaginn 15. maí.