Útgáfur

Opið fyrir skráningu á ráðstefnu Fjársýslunnar

28.10.2022

Fjársýslan heldur ráðstefnu þann 17. nóvember á Grand Hótel Reykjavík, kl.9-16. Hægt er að skrá sig í áhorf gegnum streymi fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Á ráðstefnunni verður farið yfir ýmislegt sem snýr að þjónustu Fjársýslunnar við ríkisaðila, en ráðstefnan er ætluð öllum forstöðumönnum, fjármálastjórum ríkisstofnana og öðrum sem málið er skylt.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar og skráð sig á ráðstefnuna hér

Lokað verður fyrir skráningu í sal, kl.12:00 þriðjudaginn 15. nóvember
Lokað verður fyrir skráningu í streymi, kl.12:00 miðvikudaginn 16. nóvember