Útgáfur

Nýtt á island.is

25.9.2019

Nú er komin uppfærsla á Fjármála-hlutann á island.is en flipann „Fjármál“ er að finna á vinstri spássíu forsíðunnar þar sem pósthólfið er. Þar eru gagnlegar fjármála-upplýsingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir gagnvart ríkissjóði og stofnunum.

Það helsta sem kemur með þessari uppfærslu er eftirfarandi:

 1. Staða við ríkissjóð og stofnanir - Sýnir sundurliðun skulda og inneigna við ríkissjóð og stofnanir.
  • Búið er að bæta við stofnunum en áður var aðeins verið að birta stöðu við ríkissjóðs.
  • Fyrir hvern gjaldflokk eða stofnun er tilgreint hver ber ábyrgð á innheimtu gjaldsins, þ.e. Umsjónarmaður, ásamt símanúmeri, netfangi og heimasíðu.
  • Hægt er að skoða sundurliðun á stöðu með því að smella á gjaldflokkinn eða stofnunina.
  • Í sundurliðuninn er hægt að skoða reikninginn sem liggur að baki með því að smella á „Skoða“ hnappinn sem er lengst til hægri.

 2. Greiðsluseðlar - Sýnir greidda og ógreidda greiðsluseðla fyrir valið tímabil.
  • Fyrir hvern greiðsluseðil er hægt að skoða reikninginn sem liggur að baki með því að smella á „Skoða“ hnappinn.

 3. Greiðslukvittanir - Sýnir kvittanir fyrir greiðslur nema þar sem greiðsluseðill hefur verið greiddur beint í banka.
  • Fyrir hverja greiðslukvittun er einnig hægt að skoða reikninginn sem liggur að baki með því að smella á „Skoða“.

 4. Launagreiðendakröfur - Sýnir opinber gjöld utan staðgreiðslu sem dregin eru af starfsmönnum. Þessi flipi er eingöngu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem taka þessi gjöld af sínum starfsmönnum.
  • Þar er einnig hægt að skoða reikninginn sem liggur að baki með því að smella á „Skoða“.

 5. Útsvar til sveitafélaga - Sýnir þá staðgreiðslu sem skilað er til sveitafélaga. Þessi flipi sést eingöngu hjá sveitafélögum.
 • Ef smellt er á „Skoða“ sést frekari sundurliðun.

Allar þessar töflur er svo hægt að flytja yfir í Excel eða CSV-skrá.

Fjársýsla ríkisins mun halda áfram að þróa vefinn en það sem kemur á næstunni eru umboðs- og aðgangsstýring, hreyfingarlistar, skuldastaða ríkisins við ykkur ásamt hreyfingum, o.fl.

Skýringarmyndir má sjá með því að smella hér