Útgáfur

Nýr og aðgengilegur vefur um fjármál ríkisins

29.6.2021

Samhliða birtingu ríkisreiknings er opnaður nýr vefur um fjárhags- og mannauðsupplýsingar ríkisins á rikisreikningur.is.

Vefurinn er uppfærsla á fyrri vef og eru þar birtar tölfræðilegar upplýsingar úr ríkisreikningi. Markmiðið er að auka gagnsæi og aðgengi í birtingu gagna til almennings.

Á vefnum eru helstu niðurstöður ríkisreiknings dregnar saman. Þar er að finna ítarlegar og myndrænar upplýsingar um fjármál ríkisins eftir málefnum, tegundum, ráðuneytum og ríkisaðilum.

Einnig eru ýmsar stærðir settar í samhengi við fjölda landsmanna eða fjölda ársverka stofnana ríkisins.

Í mannauðshluta vefsins er að finna margvíslegan fróðleik um mannauð ríkisins s.s. yfirlit yfir fjölda starfsmanna og stöðugilda hjá ríkinu.