Nýjungar á vef Ísland.is
Fjárreiðusvið Fjársýslunnar hefur unnið að nýjungum í samstarfi við Ísland.is sem birtast nú á vefnum. Nú geta gjaldendur skoðað stöðu sína við innheimtumann ríkissjóðs eins og hún er í dag. Gert er ráð fyrir að aðrar stofnanir ríkisins muni koma inn fljótlega.
Þegar komið er inn í pósthólfið á island.is skal velja innheimta (til vinstri) og þá birtist staða þín í dag við Ríkissjóð. Staðan skipist niður á gjaldflokka. Hægt er velja ákveðinn gjaldflokk og þá birtist sundurliðun á honum.
Í stillingum efst í hægra horni er hægt að breyta ýmsum upplýsingum er varða gjaldandann sjálfan svo sem bankaupplýsingum og netfangi. Ef gjaldandi þarf frekari aðstoð þá verða upplýsingar á vefnum um hvaða stofnanir geta veitt gjaldandanum aðstoð.
Mælt er með því að kynna sér þjónustuna á mínum síðum og verið dugleg að benda gjaldendunum á hana.
Hér að neðan sjáum við dæmi um hvernig þjónustan gæti birst hjá gjaldanda:
Ef smellt er á gjaldflokkinn bifreiðagjöld, birtist sundurliðun á gjaldinu niður á gjaldgrunn/fastanúmer:
Hér breyta má upplýsingum í stillingum: