Útgáfur

Nýjar launatöflur 1. júní 2017

27.4.2017

Þann 1. júní 2017 taka gildi nýjar launatöflur hjá 11 stéttarfélögum starfsmanna ríkisins. 
Hér er listi yfir þau stéttarfélög og númer á launatöflum.

Fjármálaráðuneytið hefur staðið fyrir kynningum á stofnanasamningum og á heimasíðunni http://stofnanasamningar.is/ eru frekari upplýsingar.

Forsenda röðunar í nýja launaflokka eru stofnanasamningar.
Ekki á að breyta samningi og launaflokki starfsmanna fyrr en röðun samkvæmt stofnanasamningi liggur fyrir.

Fjársýslan hefur þegar sett inn nýjar launatöflur, en röðun starfsmanna í nýja launatöflu er í höndum yfirmanna í starfsmannamálum á hverri stofnun fyrir sig.

Þegar röðun liggur fyrir getur Fjársýslan aðstoðað við framkvæmd ef þess er óskað.

Excel-skjalið sem metur breytingar á kostnaði inni á http://stofnanasamningar.is/ er læst að hluta til fyrir innslætti. 

  • Taka þarf út Discoverer skýrsluna „Reiknilíkan_stofnanasamninga”
  • Flytja upplýsingarnar úr skýrslunni í Excel
  • Afrita upplýsingarnar úr Excel í flipann „Upplýsingar úr Discoverer” sem er í Excel-skjalinu „Reiknilíkan_stofnanasamninga”
  • Þar erfast þær upplýsingar í flipann „innsláttur”. 
  • Ef ekki er tekin út Discoverer skýrsla þá er hægt að slá stofnupplýsingar inn í flipann

    „Upplýsingar úr Discoverer”, en athugið að sú leið skapar oft meiri villuhættu.

Vinsamlega skoðið frekari leiðbeiningar sem ligga fyrir inni á http://stofnanasamningar.is/verkfaeri_og_snidmat/