Útgáfur

Vefur Fjársýslu ríkisins vann til 1. verðlauna sem aðgengilegasti vefurinn 2013

31.1.2014

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins var í kvöld valinn sem aðgengilegasti vefurinn af 8 manna dómnefnd sérfræðinga á vegum Íslensku vefverðlaunanna.

Umsögn dómnefndar: 

"Valið á aðgengilegasta vefnum var ansi strembið, en vefurinn sem sigurinn hlýtur aðlagar sig að ólíkum skjástærðum notenda og veitir einstaklingum með fötlun jafnan aðgang og jöfn tækifæri til þess að vafra um vefinn og leita sér upplýsinga. Vefurinn er einfaldur, vel uppsettur og notast við staðlaðar og hefðbundnar aðferðir í framsetningu og miðlun upplýsinga, sem hæfir viðfangsefni og upplýsingum vefsins. Aðgengilegasti vefurinn er: Fjársýsla ríkisins,Samstarfsaðili er Hugsmiðjan."

Vefurinn fékk tilnefningu sem einn af fimm bestu vefjum á Íslandi í tveimur flokkum, sem aðgengilegasti vefurinn og einnig besti opinberi vefurinn.

Þetta er mikill heiður, því það er ekki svo langt síðan að við fórum af stað með nýjan vef Fjársýslunnar í góðu samstarfi við Hugsmiðjuna, sem við þökkum samstarfið.