Útgáfur

  • FJSnyrvefurmyndmedfrett

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins

29.11.2013

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins hefur verið opnaður. Hönnun og breytt framsetning gagna á þessum vef hefur verið unnin í samstarfi við Hugsmiðjuna ehf. Haft var að leiðarljósi að bæta þjónustuna og gera vefinn aðgengilegri fyrir viðskiptavini FJS.  Vefurinn uppfyllir reglur um opinvera vefi og aðlagar sig að ólíkum skjástærðum notenda. Allt efni hefur meira og minna verið endurbætt og að auki hefur töluvert af nýju efni verið bætt við það sem fyrir var. Meðal nýjunga verður hægt að sækja um námskeið á vegum FJS í gegnum vefinn sem jafnframt skráist inn í fræðslukerfi Orra.