Gunnar H. Hall lætur af embætti fjársýslustjóra
Gunnar H. Hall fjársýslustjóri lætur af embætti um næstu áramót og fer til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Gunnar H. Hall fjársýslustjóri lætur af embætti um næstu áramót og fer til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Gunnar var skipaður ríkisbókari frá 1. janúar 1995. Árið 2002 voru samþykkt ný lög sem fólu meðal annars í sér að Ríkisbókhald tók yfir verkefni embættis Ríkisféhirðis og var þá nafni stofnunarinnar breytt í Fjársýslu ríkisins. Gunnar hefur því stýrt starfsemi stofnunarinnar samfleytt í 21 ár með farsælum hætti. Í byrjun næsta árs fer hann til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneyti og vinnur þar með teymi ráðuneytisins að innleiðingu væntanlegra laga um opinber fjármál, samkvæmt frumvarpi þar um, auk þess að sinna öðrum verkefnum.