Útgáfur

Rekstraráætlun 2016 námskeið og vinnustofur

Námskeið og vinnustofur vegna rekstraráætlana 2016

18.8.2015

Stofnanir eru að byrja að huga að gerð rekstraráætlana fyrir árið 2016 og því efnir FJS til námskeiða og vinnustofa vegna gerðar rekstraáætlana. Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð, fyrst er farið yfir áætlunarlíkanið og síðan byrja nemendur á að gera áætlun fyrir sína stofnun. Sem fyrr er boðið upp á námskeið fyrir líkan 1 (einfaldara líkan) og líkan 2 (gögn sótt til Orra) Stofnanir geta valið á milli þessara tveggja líkana Í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á vinnustofu við gerð áætlana. Þangað geta stofnanir leitað til að fá aðstoð við gerð áætlunar en ekki er farið sérstaklega yfir módelið eins og gert er á námskeiðunum. Kennari á námskeiðum og leiðbeinandi á vinnustofu er Stefán Kjærnested. Hvert námskeið og hver vinnustofa kostar kr. 12.000. Skráning fer fram á vefsíðu FJS undir Námskeið. Námskeið og vinnustofur verða í húsnæði FJS, Vegmúla 3 og að auki verður boðið upp á námskeið á Akureyri.