Útgáfur

Tilkynning vegna greiðsluseðla fyrir greiðslufrest á vöru- og úrvinnslugjaldi, dagsettum 12.05.2015.

Sundurliðun virðisaukaskatts kom ekki fram á greiðsluseðlum

20.5.2015

Sundurliðun virðisaukaskatts kom ekki fram á greiðsluseðlum.

Á greiðsluseðlum vegna greiðslufrests á vöru- og úrvinnslugjaldi, sem eru með gjalddaga 15.05.2015 og 05.06.2015, var 11% og 24% virðisaukaskattur talinn með öðrum aðflutningsgjöldum.  Á hinn bóginn var heildarfjárhæð til greiðslu á greiðsluseðlinum rétt, þannig að sömu OCR upplýsingar eru notaðar áfram.

Greiðsluseðlar voru endurprentaðir 18.05.2015 þar sem 11% og 24% virðisaukaskattur er birtur í sér línum og verða seðlarnir bornir út á næstu dögum.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.