Útgáfur

Fyrirmyndardagurinn í FJS

17.4.2015

Fyrirmyndardagurinn er haldinn með því markmiði að fyrirtæki og stofnanir fái tækifæri til að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi.

Það var meira en ánægjuleg heimsóknin til okkar í dag og henni fylgdi fölskvalaus, hrein og tær gleði. Sigurður Bjarki Brjánsson, eða Sibbi eins og hann kynnti sig sjálfur er nemi við starfsbraut í FB. Eftir að hafa skoðað sig um og kynnt sér starfsemi FJS, þá sýndi Haraldur Blöndal honum hvernig ætti að binda inn bók og hann fékk að binda sína eigin stíla-/glósubók með nafninu sínu o.fl. á forsíðu. Einnig fékk hann ýmis skriffæri frá okkur í kveðjugjöf með sér í skólann. Fyrirmyndardagur í FJSSigurður lýsti eindregnum vilja sínum á því að fá að starfa með okkur því honum fannst skemmtilegt fólkið sem hann hitti og notalegt umhverfið sem okkur er búið. Hann er svo með uppáskrifaða og undirritaða heimild til að kíkja á okkur í kaffi og spjall þegar honum sýnist svo. Takk fyrir samveruna Sibbi!