Útgáfur

  • heimsokn_gjof

Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

20.3.2015

Í gærmorgun fengum við heimsókn frá hópi sem var að kynna samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar. Samstarfið ber heitið "Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana".


Þau vildu benda á möguleika sem geta falist í því að ráða fólk með skerta starfsgetu. Það er fjölbreyttur hópur fólks, með skerta starfsgetu, í atvinnuleit sem á það sameiginlegt að vilja vera virkir í samfélaginu og fá tækifæri til að vinna.

Við þetta tilefni færði hópurinn FJS fallega öskju sem er tákn fyrir samstarfsverkefnið, en henni hefur verið stillt upp til sýnis á Rekstrarsviði.