Útgáfur

Ársuppgjör 2014 fyrir stofnanir ríkisins

Skil á ársreikningi og leiðbeiningar

8.1.2015

Ársuppgjör stofnana í A-hluta

Í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 88 / 1997 um fjárreiður ríkisins skulu stofnanir standa skil á ársreikningi sínum fyrir árið 2014 í síðasta lagi 28. febrúar 2015.

Eyðublöð fyrir ársuppgjör 2014 eru komin á heimasíðuna undir Eyðublöð

Stofnanir í A-hluta sem nýta ekki Oracle
Ársuppgjör 2014 er með svipuðu sniði og ársuppgjör 2013. Öll eyðublöð og skýringar vegna ársuppgjörs 2014 eru aðgengileg á heimasíðu Fjársýslu ríkisins, www.fjs.is. undir Fræðsla og verklagsregur-Leiðbeiningar og verklagsreglur-Stofnanir með eigið bókhald utan Orra.
Stofnanir geta því nálgast eyðublöðin á vefnum eftir þörfum. Geti stofnun af einhverjum ástæðum ekki hagnýtt sér vinnusíðuna þá vinsamlega hafið samband við Fjársýsluna.