Útgáfur

Ríkisreikningur.is

Ráðherra opnaði þann 14.8.2014  nýjan vef á vegum Fjársýslu ríkisins

14.8.2014

Ráðherra opnaði þann 14.8.2014  nýjan vef á vegum Fjársýslu ríkisins, www.rikisreikningur.is.  Á  vefnum er að finna sundurliðun á tekjum og gjöldum ríkisins frá árinu 2004 og til dagsins í dag.

Gögnin er hægt að skoða á margvíslegan hátt. Þar er að finna almenn yfirlit sem sýna sömu upplýsingar og finna má í útgefnum ríkisreikningi  en einnig er hægt að kafa dýpra og fá upplýsingar niður á kostnaðartegund.

Vefurinn veitir aðgang að rafrænum upplýsingum um tekjur og ýmis útgjöld á vegum ríkisins, t.d. eftir stofnunum og árum með aðgengilegri hætti en verið hefur.  Auðvelt er að ferja gögnin yfir í Excel og vinna með þau þar.

Hafi notendur fyrirspurnir er varða einstaka stofnanir þá ber þeim að snúa sér til viðkomandi stofnunar en Fjársýslan mun annast almennar fyrirspurnir.  Senda ber slíkar fyrirspurnir á netfangið hjalp@fjs.is