Breytingar á séreignasparnaði
Vegna breytinga þeirra sem urðu á séreignasparnaði 1. júlí s.l.
Vegna breytinga þeirra sem urðu á séreignasparnaði 1. júlí s.l. óskaði launasvið Fjársýslu eftir upplýsingum frá vörsluaðilum séreignasparnaðar um stöðu samninga starfsmanna hjá þeim. Unnið var eftir þeim listum sem bárust og eru þær breytingar í
útborgun nú 1. ágúst. Að auki hafa miklar breytingar verið gerðar eftir nýjum samningum, bæði hjá launasviði Fjársýslu og úti á stofnunum.
Þessar breytingar eru komnar inn í launakerfið og er reiknað í samræmi við þær í næstu útborgun þann 1. ágúst.
Vegna þeirra sem eru með fyrirframgreidd laun skal vakin athygli á því að ekki var unnt að gera breytingar á séreignasparnaði þeirra hinn 1. júlí s.l.. Leiðrétting vegna þess verður gerð í útborgun 1. september n.k.