Útgáfur

Breyting á séreignarsparnaði

1.7.2014

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um tekjuskatt sem heimilar á ný 4% frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsparnað frá og með 1. júlí 2014. Tímabundin lækkun á frádráttarbæru iðgjaldi í séreignarsparnað úr 4% í 2% hefur verið í gildi frá 1.1.2012.

Fjársýsla ríkisins mun sjá um að færa þá sem voru með 4% samning fyrir tímabundnu lækkunina upp  í 4% aftur. Breytingarnar eru frá og með 1. júlí og koma fram í útborgun 1. ágúst n.k.