Útgáfur

Námskeið hjá FJS

29.9.2017

Fjársýsla ríkisins heldur fjölda námskeiða á hverju ári. Þau námskeið sem standa til boða hverju sinni má kynna sér í flipanum "Námskeið" eða með því að smella hér.

 Nú er opið fyrir skráningar og nokkur laus pláss á eftirtöldum námskeiðum:

  • Gerð rekstraráætlana Tegund 1 (Einfaldara módel) og Tegund 2 (Nýrra módel)
  • Kynntar verða helstu breytingar á líkani og vinnubrögðum við gerð áætlunar, Hvernig skal útbúa spá um árið 2017, hvernig gögn eru sótt til Orra, hvernig standa skal að gerð ýmissa áætlana og kynnt verður nýtt heildaryfirlit (Rekstur, sjóðstreymi) 
  • Launakerfi grunnur
Farið verður í fjölmarga þætti launakerfisins s.s. nýskráningu starfsmanns, setja inn bankareikning, skattafslátt o.fl., launaforsendur, kostnaðarstað og starfslok. Unnið verður í raunkerfi og því hægt að taka með gögn til skráningar í næstu útborgun. 

  • FA Eignakerfi

Á námskeiðinu er farið yfir:
Breytingar á notkun og virkni FA Eignakerfis
Umsýsla eigna í Biðskrá og Eignaskrá
Farið yfir aðgerðir
Skýrslugerð í APEX kynnt