Útgáfur

Mistök í launagreiðslum til starfsmanna ríkisins

5.4.2017

Vegna fréttaflutnings um mistök í launagreiðslum til starfsmanna ríkisins vill Fjársýsla ríkisins leiðrétta ákveðinn misskilning.

Útborgunardagur á launum ríkisstarfsmanna er fyrsti virki dagur hvers mánaðar eins og fram kemur í 10. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. RB hefur hins vegar í mörg ár birt upplýsingar um færslur í heimabönkum þann 1. ef hann ber upp á helgi. Greiðslan fer út af reikningum ríkissjóðs á útborgunardegi, í þessu tilfelli þann 3. apríl og innborganir á reikninga starfsmanna sama dag. Mistökin sem eiga sér stað urðu þess valdandi annars vegar að greiðslur í þessum tilfellum skiluðu sér seinna inn á reikninga hluta starfsmanna en voru allar komnar fyrir kl. 11 á útborgunardegi. Hins vegar urðu þessar færslur ekki sýnilegar starfsmönnum strax þann 1. eins og hjá öðrum sem olli ruglingi og óvissu.

Þegar ljóst var á mánudagsmorgni að greiðslur höfðu ekki skilað sér til allra starfsmanna sendi Fjársýslan tölvupóst á allar stofnanir ríkisins og lét vita af því og var jafnframt sett inn tilkynning á heimasíðu Fjársýslunnar.