LOF - breytingar á meðferð eignakaupa í bókhaldi stofnana og ríkisins
Viðbætur við tegundalykil í bókhaldi ríkisins
Hrein eignakaup
Vegna nýrra laga nr. 123/2015 um opinber fjármál verða breytingar á meðferð eignakaupa í bókhaldi stofnana og ríkisins frá 1. janúar 2017.
Eignakaup sem áður voru gjaldfærð á tegundir sem byrja á 58 skal nú færa beint á tegundir sem byrja á 18 og sundurliða þar niður á viðeigandi tegundir, sjá viðbætur við tegundalykil. Mikilvægt er að bóka á viðeigandi rekstrarviðföng þegar bókað er á 18 lykla. Óheimilt er að færa eignakaup á 58 lykla.
Eignakaup sem færð eru á 18 lykla í bókhaldi stofnunar færast sjálfkrafa inn í eignakerfið. Eignakerfið mun síðan afskrifa eignirnar skv. ákveðnum afskriftahlutföllum miðað við áætlaðan líftíma eignarinnar.
Afskriftir eigna verða síðan færðar mánaðarlega á viðeigandi afskriftalykla á tegundum 58, þ.e. gjaldfært á 58 lykla með mótfærslu á 18 eignalykla.
Mikilvægt er að eignakaup séu færð á réttri bókunardagsetningu svo afskriftir fari að reiknast frá kaupdegi eignarinnar.