Útgáfur

 • FJS
  sitelogo

Laust starf

28.5.2021

FORSTÖÐUMAÐUR BÓKHALDSSVIÐS

Fjársýslan leitar að öflugum leiðtoga sem hefur metnað og getu til að leiða framúrskarandi þjónustu á sviði reikningshalds. Starfið er krefjandi en jafnframt spennandi stjórnunarstarf þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín og heyrir starfið beint undir fjársýslustjóra.

Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála sem sinnir fjölbreyttum krefjandi verkefnum. Gildin okkar eru þekking, áreiðanleiki og þjónusta. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, jákvæð og opin samskipti og framþróun og metnað í verkefnum okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk bókhaldssviðs er yfirumsjón með bókhaldi fyrir ríkissjóð og ráðuneyti ásamt þjónustu við um 300 mismunandi ríkisaðila og verkefni. Fjársýsla ríkisins veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu á sviði opinberra fjármála. Unnið er markvisst að því að þróa verklag til aukinnar skilvirkni, meðal annars með sjálfvirknivæðingu ferla.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði reikningshalds er kostur
 • Reynsla og þekking á bókhaldsstörfum
 • Reynsla í að leiða stafræn umbótaverkefni, breytingastjórnun og endurhönnun ferla
 • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri
 • Reynsla af stjórnun teyma og að byggja upp sterka liðsheild
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

Sótt er um starfið á starfatorg.is og skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. og verður öllum umsækjendum svarað. Um 100% starf er að ræða og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2021

Smelltu hér til að sækja um starfið