Útgáfur

Launahækkun vegna hagvaxtarauka

22.4.2022

Eins og fram hefur komið í fréttum komst forsendunefnd SA og ASÍ að þeirri niðurstöðu að hagvaxtarauki samkvæmt Lífskjarasamningnum komi til framkvæmda frá og með 1. apríl.

Kauptaxtar hækka um 10.500 kr. og launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu verður 7.875 kr.

Þar sem kjarasamningar ríkisins tóku mið af Lífskjarasamningnum hefur Samninganefnd ríkisins ákveðið að laun ríkisstarfsmanna taki sambærilegum breytingum.

Við útfærslu launahækkunar á grundvelli hagvaxtarauka verður horft til sömu aðferðafræði og við ákvörðun krónutöluhækkunar samkvæmt kjarasamningum fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög ríkisstarfsmanna.

Launatöflur hækka í langflestum tilvikum um kr. 7.875 og þrepin halda sér eins og fyrr.

Hækkunin kemur til útborgunar 1. maí og er framkvæmd miðlægt af Fjársýslu ríkisins.

Nýjar launatöflur verða birtar fljótlega á vef Fjársýslu ríkisins.