Útgáfur

Innskráning í Vinnustund gegnum Orra

7.1.2016

Nú er einungis hægt að skrá sig inn í Vinnustund með því að fara inn í gegnum Orra. Það þarf því að skrá sig inn í Orra og fara svo eftir þessum leiðbeiningum:

  • Smellið á   Vinnustund og þá opnast vinnustundin. 
    • Ath.  ef vafrinn er með Pop-up blocker á þá birtist Vinnustund ekki. Best er að hafa Pop-up blockerinn á, en hafa slóðina orri.is sem undantekningu.

Internet explorer 
Undir Tools í valstikunni á IE vafranum skal velja Internet options.
Veljið Privacy og þar er undantekningin orri.is sett inn til þess að Vinnustundin opnist.

Firefox
Smellið á strikin þrjú efst hægra megin, smellið á Valkostir (e. Properties).
Smellið á Innihald (e. Content).
Smellið á Undanþágur (e. Exceptions) í kaflanum Sprettigluggar (e. Pop-ups).
Sláið inn orri.is, smellið á Leyfa (e. Allow) smellið síðan á Loka (e. Close).

Chrome
Smellið á strikin þrjú efst hægra megin, veljið Settings.
S
mellið þar á krækjuna Show Advanced Settings sem er neðst á síðunni.
Smellið á hnappinn Content Settings sem er undir Privacy. 
Þar skal finna Pop-Ups,  smella á Manage Exceptions og í auða reitinn skal slá inn 
[*.]orri.is 
Best væri að afrita línuna hér fyrir ofan og líma í þennan reit. Gætið þess að ekki slæðist með auka bil fyrir aftan eða framan.
Síðan skal ýta á Enter og smella á Done .