Útgáfur

Innheimtugagnavinnsla lögaðila 2019

3.10.2019

Fjársýslan hefur undanfarið unnið að innheimtugagnavinnslu lögaðila í samvinnu við Ríkisskattstjóra. Innheimtu- og álagningarseðla er hægt að nálgast á www.island.is og á www.skattur.is. Greiðsluseðlar vegna álagningar hafa verið sendir til gjaldenda en eru einnig birtir á island.is og sendir til skeytamiðlunar fyrir þá lögaðila sem nýta sér þá þjónustu.

Heildarálagning á öll gjöld voru rúmir 190 milljarðar sem er hækkun frá árinu 2018 um 6 milljarða. Álagning tekjuskatts var 72,3 milljarðar, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki 10,6 milljarðar, tryggingagjald 101,9 milljarðar og útvarpsgjald 734 milljónir.

Lögaðilar voru búnir að greiða fyrirfram um 154,9 milljarða.

Gjalddagar eru 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Heildarfjárhæð á þessa þrjá gjalddaga eru 65,7 milljarðar.

Þriðjudaginn 1. október voru greiddar út inneignir að upphæð 15,3 milljarða til rúmlega 7 þúsund lögaðila. Inneignir upp á kr. 5,2 milljarða verða greiddar út síðar.