Innheimtubréf – tilkynning
Send voru út rúmlega 35.000 tilkynningar þann 18.11 vegna gjaldfallinna skulda í opinberum gjöldum. Bréfið fór inn á www.island.is og þetta er í fyrsta skiptið sem send er tilkynning með hnippi á tölvupóstföng aðila. Einnig munu tilkynningarnar berast með bréfpósti í síðasta skipti á lögheimili á næstu dögum.
Með þessari breytingu er stigið stórt skref í að minnka umhverfisáhrif innheimtu.
Til að fá frekari upplýsingar er hægt að snúa sér til innheimtumanna ríkissjóðs.
Skatturinn s. 442-1000
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum s. 458-2900
Sýslumaðurinn á Vesturlandi s. 458-2300
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum s. 458-2400
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum s. 458-2200
Sýslumaðurinn á Suðurlandi s. 458-2800
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra s. 458-2500
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra s. 458-2600
Sýslumaðurinn á Austurlandi s. 458-2700
Hafi kröfur verið þegar greiddar eða greiðsluáætlun gerð um gjöldin er beðist velvirðingar á þessari tilkynningu.